Innlent

Innan við helmingur hefur notað ferðagjöfina

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamálaráðherra. Ferðagjöfin er liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við útbreyðslu kórónuveirufaraldursins.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamálaráðherra. Ferðagjöfin er liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við útbreyðslu kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Innan við helmingur þeirra sem rétt eiga á ferðagjöf stjórnvalda hefur nýtt gjöfina. Gjöfin, sem var liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna við áhrifum kórónuveirufaraldursins, miðaðist við fimm þúsund krónur til handa öllum Íslendingum, 18 ára og eldri, sem lögheimili eiga á Íslandi en alls var gert ráð fyrir að aðgerðin myndi kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð króna.

Frestur til að nýta gjöfina rennur út um áramótin en til þessa hefur tæplega helmingur þeirra sem rétt eiga á henni nýtt gjöfina að því er fram kemur í umfjöllun Kjarnans í dag.

Þar segir að þann sjöunda þessa mánaðar hafi ríflega 167 þúsund sótt ferðagjöfina af þeim um 280 þúsund sem rétt eiga á henni. Þá hafi um 130 þúsund af þeim sem hafa sótt gjöfina þegar notað hana, sem er innan við helmingur þeirra sem rétt eiga á gjöfinni. Þannig hafi þeir sem nýtt hafa gjöfina samtals greitt fyrir vörur og þjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt fyrir alls um 837 mlljónir króna.

Á Mælaborði ferðaþjónustunnar sem Ferðamálastofa heldur úti er hægt að nálgast upplýsingar um notkun ferðagjafarinnar, meðal annars sundurliðað eftir landshlutum og flokkum. Flyover Iceland ehf., Íslandshótel og Bláa lónið eru þau fyrirtæki þar sem flestir hafa nýtt ferðagjöfina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×