Innlent

Sundhöllinni á Selfossi lokað vegna covid-19 smits

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sundlaugin á Selfossi verður lokuð að minnsta kosti fram á miðvikudag eftir að starfsmaður greindist smitaður af covid-19.
Sundlaugin á Selfossi verður lokuð að minnsta kosti fram á miðvikudag eftir að starfsmaður greindist smitaður af covid-19. Vísir/Magnús Hlynur

Sundhöll Selfoss verður lokuð fram á miðvikudag eftir að starfsmaður sundlaugarinnar greindist með covid-19. Nokkrir starfsmenn til viðbótar hafa verið sendir í sóttkví. 

Lokunin tekur gildi í dag en vonast er til þess að hægt verði að opna aftur á miðvikudaginn, 21. október, eftir að niðurstöður úr skimun liggja fyrir að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins Árborgar.

Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við almannavarnir og gripið sé til þessa ráðs í því skini að gæta fyllsta öryggis í þágu gesta og annarra starfsmanna sundlaugarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×