Lífið

Ingó selur raðhúsið á Álftanesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veðurguðinn ætlar að færa sig um set.
Veðurguðinn ætlar að færa sig um set.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur sett endaraðhús við Hólmatún á Álftanesi á sölu.

Eignin er 132 fermetrar á stærð og er ásett verð 72,9 milljónir króna.

Húsið var byggt árið 2000 og eru þar þrjú svefnherbergi.

Skjólgóður sólpallur með heitum pott tilheyrir eigninni sem snýr í suður ásamt stórum afgirtum garði.

Einnig er innbyggður bílskúr við húsið. Fasteignamat eignarinnar er rúmlega sextíu milljónir.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Eldhús, stofa og borðstofa í einu opnu rými.
Skemmtileg og björt stofa.
Smekklegt hjónaherbergi.
Fallegt og nýuppgert baðherbergi.
Þarna er væntanlega gott að vera á sumrin og í pottinum allan ársins hring.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.