Erlent

Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Auknar líkur á sigri Biden í komandi kosningum hafa komið sér vel fyrir byssuframleiðendur. 
Auknar líkur á sigri Biden í komandi kosningum hafa komið sér vel fyrir byssuframleiðendur.  Daniel Karmann/ Getty Images

Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden forsetaframbjóðanda í skoðannakönnunum. Sérfræðingar sem Reuters fréttaveitan ræddi við segjast búast við því að hlutabréf í fyrirtækjum á borð við Smith&Wesson og Sturm Ruger muni hækka enn meira fari Biden með sigur af hólmi í kosningunum í nóvember.

Bréf í áðurnefndum fyrirtækjum hafa hækkað um átta prósent frá því í september þegar Biden og Donald Trump forseti mættust í kappræðum, en meðaltalshækkanir á bandarískum mörkuðum hafa verið um fjögur prósent á sama tímabili.

Þá er talið að óttinn við kórónuveiruna, mótmæli undanfarna mánuði og áhyggjur af því að úrslit forsetakosninganna verði ekki viðurkenndar af þeim sem tapar, leiði til aukinnar kaupgleði almennings á skotvopnum á næstu mánuðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×