Lífið

Kaus að bjarga frekar kampavínsglasinu og barnabarnið endaði í gólfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur óheppilegt að atviki náðist á myndband. 
Heldur betur óheppilegt að atviki náðist á myndband. 

Tíst sem Rupert Myers setti inn fyrir þremur dögum hefur heldur betur slegið í gegn og ratað í fjölmarga fjölmiðla um heim allan.

Um er að ræða myndband af konu og barnabarni hennar. Barnabarnið er líklega ekki orðið eins árs og getur til að mynda ekki staðið eitt og óstutt.

Fyrir framan það er smekkfullt kampavínsglas. Allt í einu kippi barnið í kampavínsglasið og það stefnir niður á gólf.

Amman ákveður að bjargar frekar glasinu og barnið dettur í góflið.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið um sjö milljónum sinnum á Twitter sem telst nokkuð gott á aðeins þremur dögum.

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.