Innlent

Bjart og fallegt veður í dag en von á úrkomu fyrir norðan í kvöld

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Haustsól í Reykjavík
Haustsól í Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Veðurstofan spáir víða björtu og fallegu veðri í dag en í kvöld er von á úrkomubakka inn á norðanvert landið með rigingu og jafnvel slyddu í nótt. Sunnan heiða verður hins vegar bjart og fallegt að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni en það á að kólna á öllu landinu.

Seinniparinn á morgun snýst vindur síðan til vestlægra átta og fer þá að rigna vestantil um kvöldið, en þó er ekki búist við miklu úrkomumagni. 

Á Sunnudag fer vindur „að halla sér norðurfyrir og á þessum árstíma er það oftast vetur konungur sem minnir á sig og lítur út fyrir að svo verði einnig nú,“ segir einnig í hugleiðingunum og því bætt við að viðbúið sé að einvhern snjó festi á láglendi fyrir norðan og austan eftir helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×