Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2020 15:03 Víðir Reynisson og Þorgrímur Þráinsson bregða á leik í glímu í æfingabúðum karlalandsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018. Víðir hefur starfað mikið fyrir KSÍ undanfarin ár og verið öryggisfulltrúi á ferðalögum landsliðins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32