Skoða eigi leiðir til að treysta á aðra þegar mikið álag er á Landspítala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. október 2020 13:17 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir unnið að því að fjölga hjúkrunarrýmum utan opinbera kerfisins. Leita eigi annarra leiða þegar dregur úr getu Landspítalans. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort auka ætti einkarekstur í heilbrigðisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið. „Er ekki rétti tíminn núna til þess að við léttum á heilbrigðiskerfinu og fáum meira fyrir útgjöld skattgreiðendanna með því að semja við einkareknar stofur?“ spurði Sigmundur á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra sagði óháð miklu álagi á kerfið í faraldrinum almennt góða ráðstöfun að semja við þá sem geti veitt heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegum og hagkvæmum hætti. Til að mynda aðgerðir sem unnt sé að framkvæma utan sjúkrahúsa. „Ég held að það sé hárrétt ábending að að því marki sem dregið hefur úr getu Landspítalans til að sinna slíkum verkefnum þá eigum við að skoða leiðir til að treysta meira á aðra,“ sagði Bjarni. Öll miðlæg sjúkrahúsþjónusta verði áfram að vera hjá Landspítalanum en horfa megi til annarra aðgerða og einnig til hjúkrunarheimila. Bjarni vísaði til þess að vandi Landspítalans í faraldrinum hefði einna helst verið fráflæðisvandinn, sem dregið hafi úr viðbragðsgetu spítalans og þrótti til að taka við innlögnum sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Á sama tíma erum við með óhagkvæmar einingar, eins og t.d. á Vífilsstöðum, sem var algjört bráðabirgðaúrræði. Nú eru í gangi samtöl um að reyna að auka framboð af plássum einmitt í samstarfi við aðila utan hins opinbera kerfis,“ sagði Bjarni. Alþingi Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Fjármálaráðherra segir unnið að því að fjölga hjúkrunarrýmum utan opinbera kerfisins. Leita eigi annarra leiða þegar dregur úr getu Landspítalans. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort auka ætti einkarekstur í heilbrigðisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið. „Er ekki rétti tíminn núna til þess að við léttum á heilbrigðiskerfinu og fáum meira fyrir útgjöld skattgreiðendanna með því að semja við einkareknar stofur?“ spurði Sigmundur á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra sagði óháð miklu álagi á kerfið í faraldrinum almennt góða ráðstöfun að semja við þá sem geti veitt heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegum og hagkvæmum hætti. Til að mynda aðgerðir sem unnt sé að framkvæma utan sjúkrahúsa. „Ég held að það sé hárrétt ábending að að því marki sem dregið hefur úr getu Landspítalans til að sinna slíkum verkefnum þá eigum við að skoða leiðir til að treysta meira á aðra,“ sagði Bjarni. Öll miðlæg sjúkrahúsþjónusta verði áfram að vera hjá Landspítalanum en horfa megi til annarra aðgerða og einnig til hjúkrunarheimila. Bjarni vísaði til þess að vandi Landspítalans í faraldrinum hefði einna helst verið fráflæðisvandinn, sem dregið hafi úr viðbragðsgetu spítalans og þrótti til að taka við innlögnum sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Á sama tíma erum við með óhagkvæmar einingar, eins og t.d. á Vífilsstöðum, sem var algjört bráðabirgðaúrræði. Nú eru í gangi samtöl um að reyna að auka framboð af plássum einmitt í samstarfi við aðila utan hins opinbera kerfis,“ sagði Bjarni.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira