Lífið

Sjáðu óvænt blásturseinvígi Bjössa sax og Röggu Gísla

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ragga Gísla gaf ekkert eftir í óvæntu blásturseinvígi við Bjössa sax í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg. 
Ragga Gísla gaf ekkert eftir í óvæntu blásturseinvígi við Bjössa sax í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg.  Skjáskot

Elífðar töffarinn og þjóðargersemin Ragga Gísla var gestur Ingó Veðurguðs í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg. Henni til halds og trausts var dóttir hennar og söngkonan Dísa Jakobs og var þátturinn á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 

Með sinni einstöku rödd, sjarma og húmor sló Ragga rækilega í gegn í þættinum og það er óhætt að segja að mikið stuð hafi verið í salnum.

Það vakti mikla kátínu þegar saxófónleikarinn Bjössi Sax bað Röggu um að vera bakraddasöngkona í nýju lagi sínu og endaði það samtal á óvæntu blásturseinvígi Bjössa og Röggu.

Á eftir þessu stórskemmtilega einvígi tók við Stuðmannalagið ódauðlega, Haustið 75.

Klippa: Blásturseinvígi Röggu Gísla og Bjössa Sax

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrstu fjóra þættina af Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 maraþon. 


Tengdar fréttir

„Þú ert bara uppáhalds maðurinn minn núna“

Óvænt gírskipting var í þriðja þætti Í kvöld er gigg þegar Ingó bað Pál Rósinkranz um að syngja stuðlag en hætti svo við og bað hann frekar um að syngja eitthvað fallegt og rólegt. 

Stefanía stal senunni með rappábreiðu

Það er óhætt að segja að Stefanía Svavars hafi stolið senunni þegar hún flutti ábreiðu af hipp hopp smellinum Ready or Not þar sem hún söng og rappaði af mikilli innlifun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×