Hefjast handa við nýja áletrun á næsta vegg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 16:15 Tekið til hendinni. Vísir/Vilhelm Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17
Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent