Innlent

Þrír árgangar í Árbæjarskóla sendir heim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um sjö hundruð nemendur eru í Árbæjarskóla.
Um sjö hundruð nemendur eru í Árbæjarskóla. Reykjavíkurborg

Um 160 börn í Árbæjarskóla eru komin í úrvinnslusóttkví eftir að nemandi í skólanum greindist með Covid-19 smit. Mbl greindi fyrst frá.

Um er að ræða alla nemendur í 2., 3. og 4. bekk. Því til viðbótar nokkrir starfsmenn sem tengjast beint viðkomandi barni að sögn Guðlaugar Sturlaugsdóttur skólastjóra.

Guðlaug segir fyllstu áherslu á lagt á öryggi. Hún var að fylla út Excel-skjal fyrir smitrakningateymið sem í framhaldinu tekur ákvörðun um það hverjir fara í áframhaldandi sóttkví.

„Vonandi verða það bara sem fæstir,“ segir Guðlaug.

Um sjö hundruð nemendur eru í Árbæjarskóla og um hundrað starfsmenn. Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk í Árbænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×