Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. október 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira