Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:29 Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46