Gengið vonum framar að ná utan um smit á hjúkrunarheimilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 18:53 María Fjóla Harðardóttir er forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17