Stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stöðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 14:02 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira