Áslaug Arna safnar sögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 22:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað breytingar á lögum um mannanöfn. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30