Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson og skrifa 10. október 2020 22:11 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04