Innlent

Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skriðusárið í dag.
Skriðusárið í dag. Veðurstofan/ Haukur Arnar Gunnarsson

Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum.

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands hafa skoðað aðstæður en myndir sýna að stærra svæði hefur losnað í kringum skriðusárið þar sem skriðan féll á þriðjudag.

Lítil hreyfing hefur verið í skriðusárinu í dag og lítið vatn, aur eða grjót gengið fram.

Eins og sjá má hefur aur flætt frá skriðunni.Veðurstofan/ Haukur Arnar Gunnarsson

Rýming gildir áfram á bæjunum Gilsá 1, Gilsá 2 og sumarbústað við Gilsá 2 en vegurinn um Eyjafjarðarbraut vestari hefur verið opnaður fyrir umferð, eftir að hafa verið lokaður síðustu daga.

Ekki er útilokað að fleiri skriður geti fallið á svæðinu og verður endurmetin aftur á morgun


Tengdar fréttir

Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði

Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað.

Aur skríður enn fram í Eyjafirði

Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær.

„Svaka­legar drunur“

Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×