Innlent

Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi mynd var tekin klukkan 14:50 í dag.
Þessi mynd var tekin klukkan 14:50 í dag. Lögreglan á NE

Enn er talin hætta þar sem skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við Gilsá 2 í Eyjafirði á þriðjudag. Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað.

Nokkur vatnselgur hefur komið úr skriðusárinu frá því hún féll og hefur aur og grjót náð yfir Eyjafjarðarbraut.

Eyjafjarðarbraut vestari verður áfram lokuð umferð frá Sandhólum annars vegar og frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda hins vegar.

Þá er rýming á bæjunum Gilsá 1, Gilsá 2 og sumarbústað við Gilsá 2 áfram í gildi. Talið er mögulegt að fleiri skriður geti fallið á svæðinu.

Frá vettvangi á þriðjudag.Lögreglan á NE
Á vettvangi á þriðjudaginn.Lögreglan á NE

Tengdar fréttir

Aur skríður enn fram í Eyjafirði

Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær.

„Svaka­legar drunur“

Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×