Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2020 12:16 Konurnar tólf, ásamt hundi, sem lögðu af stað Sólheimahringinn í morgun klukkan 09:00. Þær reikna með að ljúka 24 kílómetra göngunni um klukkan 17:00 í dag. Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira