Harmar vantraustsyfirlýsingu Snigla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 09:58 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra. Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra.
Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09