97 greindust smitaðir innanlands í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 10:41 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Vísir/Vilhelm 97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira