Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:49 Frá mótmælum Snigla vegna banaslyssins á Kjalarnesi í lok júní. Vísir/vilhelm Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“ Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“
Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35
Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20