Fótbolti

Rúmenar heimsóttu Versali og æfðu sex tímum fyrir leikinn á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúmenarnir voru sumir svolítið kuldalegir í Kópavoginum í dag.
Rúmenarnir voru sumir svolítið kuldalegir í Kópavoginum í dag. frf.ro

Rúmenska landsliðið náði annarri æfingu á Íslandi í hádeginu en leikmennirnir þurftu að fara upp í efri hluta Kópavogs til að finna grasvöll til að æfa á.

Leikur Íslands og Rúmeníu í umspili Evrópumótsins hefst klukkan 18.45 í kvöld en Rúmenar fóru á stutta æfingu í hádeginu í dag aðeins sex klukkutímum fyrir leikinn.

Rúmenska liðið fór frá hótelinu sínu, sem er Grand hótel, og keyrði í tuttugu mínútur upp í Kópavog þar sem liðið fékk að æfa á grasvellinum við íþróttamiðstöðina í Versölum.

Rúmenska knattspyrnusambandið birti myndir af leikmönnum sínum á æfingunni í dag.

Rúmenar eru örugglega að reyna að venjast aðeins aðstæðum hér á landi enda er mun kaldara hér en heima í Rúmeníu.

Ástæða æfingarinnar voru þó sagðar á samfélagsmiðlum að fara yfir taktíska hluti fyrir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×