Innlent

Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins.
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 

Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. 

Þrír liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur aðstoðarmanns Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Öll þrjú séu í öndunarvél. Hún segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 198,8 en var 182,2 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 7,4 líkt og í gær.


Tengdar fréttir

Tuttugu covid innlagnir og álagið eykst stöðugt

Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×