Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun tímabundið gegna störfum heilbrigðisráðherra næstu rúmu vikuna.
Þetta tekur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verði í leyfi til 15. október næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Svandís frá vinnu af persónulegum ástæðum.