Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:54 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir þessu og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Thor í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. „Við setjum fram spálíkan þegar við gerum ráð fyrir að faraldurinn sé kominn í stjórn og smitstuðullinn sé á leið niður og þar af leiðandi muni það leiða af sér að faraldurinn rénar. En það var bara ekki þannig,“ Thor sagði jafnframt að miðað við fyrstu bylgju faraldursins í vor mætti áfram búast við háum tölum innan nokkurra daga. Þetta væri auðvitað áhyggjuefni, einkum með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. Þá sagði hann að hertu aðgerðirnar sem boðaðar hafa verið frá og með deginum á morgun muni skila sér í lægri tölum eftir um tíu daga til tvær vikur. 99 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst snemma árs. Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem unnið hefur að spálíkaninu ásamt Thor og fleiri vísindamönnum, hefur viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála undanfarna daga. Hún sagði í Facebook-færslu í dag að hún teldi að eins metra reglan, sem sett var á í september, hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir þessu og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Thor í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. „Við setjum fram spálíkan þegar við gerum ráð fyrir að faraldurinn sé kominn í stjórn og smitstuðullinn sé á leið niður og þar af leiðandi muni það leiða af sér að faraldurinn rénar. En það var bara ekki þannig,“ Thor sagði jafnframt að miðað við fyrstu bylgju faraldursins í vor mætti áfram búast við háum tölum innan nokkurra daga. Þetta væri auðvitað áhyggjuefni, einkum með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. Þá sagði hann að hertu aðgerðirnar sem boðaðar hafa verið frá og með deginum á morgun muni skila sér í lægri tölum eftir um tíu daga til tvær vikur. 99 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst snemma árs. Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem unnið hefur að spálíkaninu ásamt Thor og fleiri vísindamönnum, hefur viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála undanfarna daga. Hún sagði í Facebook-færslu í dag að hún teldi að eins metra reglan, sem sett var á í september, hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30
Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32