Sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:55 Laugardalslaug Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00