99 greindust með veiruna innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 09:09 Allar tölur fyrir gærdaginn birtast á Covid.is klukkan 11. Vísir/Vilhelm 99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira