Treyjur stelpnanna seldust betur en treyjur karlanna hjá Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:31 Tobin Heath og Christen Press eftir fyrsta leikinn með Manchester United sem var á móti Brighton and Hove Albion. Getty/Matthew Ashton Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020 Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020
Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira