Skólastjóri segir sóttvarnaráðstafanir verða að taka mið af aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 18:31 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, bendir á að allir beri ábyrgð í því ástandi sem nú ríki. Vísir/Sigurjón „Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira