Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. október 2020 12:34 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Kennarasamband Íslands Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira