Tuttugu manna samkomubann hefur tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 06:16 Myndin er tekin á föstudagskvöldi í miðbæ Reykjavíkur í apríl, síðast þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Vísir/Vilhelm Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins metra nándarreglan helst óbreytt en þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks er skylda að nota andlitsgrímur. Til dæmis hefur Strætó sett þá skyldu að allir farþegar skuli nota andlitsgrímu frá og með deginum í dag. Tuttugu manna samkomubann var fyrst sett á vegna kórónuveirufaraldursins þann 24. mars og gilti í sex vikur eða til 4. maí. Þá voru fáar undanþágur frá tuttugu manna hámarkinu mjög fáar en nú er ýmis starfsemi undaþegin. Þar sem annars staðar gildir þó að ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð er skylt að nota grímu. Undantekningar frá tuttugu manna hámarki eru eftirfarandi: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má lesa reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hér má nálgast reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins metra nándarreglan helst óbreytt en þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks er skylda að nota andlitsgrímur. Til dæmis hefur Strætó sett þá skyldu að allir farþegar skuli nota andlitsgrímu frá og með deginum í dag. Tuttugu manna samkomubann var fyrst sett á vegna kórónuveirufaraldursins þann 24. mars og gilti í sex vikur eða til 4. maí. Þá voru fáar undanþágur frá tuttugu manna hámarkinu mjög fáar en nú er ýmis starfsemi undaþegin. Þar sem annars staðar gildir þó að ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð er skylt að nota grímu. Undantekningar frá tuttugu manna hámarki eru eftirfarandi: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má lesa reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hér má nálgast reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira