Líkamsræktarhluta Mjölnis lokað en öðru íþróttastarfi haldið áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 19:45 „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð,“ segir framkvæmdastjóri Mjölnis. Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira