Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 18:57 Fjöldatakmarkanir um 20 manns gilda ekki við störf þingsins. Þó skal nota grímu ef ekki verður hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. Dómstólar og störf Alþingis eru á meðal þeirra sem fá undanþágu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns en ekki 25 líkt og kynnt var í gær. Viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín sem og dómstólar. Fjöldatakmarkanir við útfarir miðast við 50 manns og heimilað verður að halda 100 manna viðburði í tengslum við sviðslistir. Gestir skulu koma saman í afmörkuðu hólfi, sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar. Hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, eins metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má sjá undanþágurnar: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Segir ómögulegt að undanskilja ákveðna landshluta Ómögulegt er að undanskilja ákveðna landshluta undan hertum sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi á miðnætti að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. 4. október 2020 13:22 Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. Dómstólar og störf Alþingis eru á meðal þeirra sem fá undanþágu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns en ekki 25 líkt og kynnt var í gær. Viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín sem og dómstólar. Fjöldatakmarkanir við útfarir miðast við 50 manns og heimilað verður að halda 100 manna viðburði í tengslum við sviðslistir. Gestir skulu koma saman í afmörkuðu hólfi, sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar. Hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, eins metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má sjá undanþágurnar: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Segir ómögulegt að undanskilja ákveðna landshluta Ómögulegt er að undanskilja ákveðna landshluta undan hertum sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi á miðnætti að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. 4. október 2020 13:22 Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Segir ómögulegt að undanskilja ákveðna landshluta Ómögulegt er að undanskilja ákveðna landshluta undan hertum sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi á miðnætti að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. 4. október 2020 13:22
Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00
Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17