Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 10:14 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra. Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05