Innlent

Rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kom saman á fundi klukkan 14 til að ræða tillögur sóttvarnalæknis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kom saman á fundi klukkan 14 til að ræða tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/vilhelm

Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis um hertar kórónuveiruaðgerðir. Vísir ræddi við ráðherra í beinni útsendingu um tillögurnar að loknum fundi. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki fara nánar út í það fyrr í dag hvað felist í hertu aðgerðunum. Ekki yrði greint frá efni tillagna hans fyrr en ráðherra hefði fengið að fara yfir þær og kynna þær í ríkisstjórn.

Þórólfur gaf þó upp að horft verði til þeirrar reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðu. Stuðst verði við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ sagði Þórólfur við fréttastofu í morgun.

Fréttastofa ræddi við ráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn strax að loknum ríkisstjórnarfundi. Upptöku af viðtölum við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra má finna hér fyrir ofan. Beina textalýsingu má nálgast hér neðst í fréttinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×