Innlent

Jón Þór valinn formaður Pírata með hlutkesti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm

Jón Þór Ólafsson er nýr formaður Pírata. Sá háttur er hafður á í Pírataflokknum að við upphaf hvers löggjafarþings er nýr formaður valinn með hlutkesti.

Formannsembættinu fylgja engar formlegar skyldur hjá flokknum. Jón Þór mun því, rétt eins og aðrir formenn Pírata, hafna 50 prósenta formannsálagi á þingfararkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Helgi Hrafn Gunnarsson er þá nýr þingflokksformaður Pírata. Hann var kjörinn á þingflokksfundi á dögunum og tekur við embættinu af Halldóru Mogensen.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var þá kjörin varaþingflokksformaður og Smári McCarthy ritari þingflokks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×