Covid-innlögn á tólf tíma fresti í nýrri holskeflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 15:49 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Lögreglan Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira