Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 12:01 Frá framkvæmdum á Reykjanesbraut við gatnamótin við Sæbraut í sumar en á næsta ári er gert ráð fyrir að 4,8 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu, meðal annars Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira