„Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2020 11:20 Ágúst Ólafur telur fjárlagafrumvarp Bjarna meðal annars lýsa því að ríkisstjórnin hafi engan skilning á meginvandanum sem er atvinnuleysið, nú í methæðum og á uppleið. visir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira