Fjárlagafrumvarp, þingsetning og stefnuræða forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 06:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir í dag síðasta frumvarp ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kórónukreppunni. Vísir/Vilhelm Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira