Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Um þrjú hundruð manns misstu vinnuna í hópuppsögnum nú um mánaðarmótin og atvinnuleysi mælist hátt í tíu prósent. Rætt verður við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá nýjum hluthafalista Icelandair. Til að mynda hafa þrír af fjórum stærstu hluthöfum Icelandair fallið niður lista yfir tuttugu stærstu hluthafana. Fjallað verður um kappræður Trumps og Bidens í nótt og við tökum stöðuna á hjúkrunarheimili Eirar þar sem fjórir íbúar hafa greinst með kórónuveiruna.

Að auki fjöllum við um nýsköpunarvikuna sem hófst í dag og ræðum við prófessor í sálfræði sem útskýrir hvernig hægt sé að grípa ungmenni sem sýna einkenni geðlægðar með forvörnum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.