Innlent

70 börn og 26 starfs­menn í sótt­kví vegna smits á leik­skóla

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Leikskólanum var lokað að tilmælum Almannavarna. Myndin er ekki frá leikskólanum Furugrund.
Leikskólanum var lokað að tilmælum Almannavarna. Myndin er ekki frá leikskólanum Furugrund. Vísir/Vilhelm

Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19. Þetta staðfesti Eva Sif Jóhannsdóttir, starfandi leikskólastjóri, í samtali við Vísi.

Eva Sif segir að leikskólanum hafi verið lokað að tillögu smitrakningateymis Almannavarna. Um 70 börn og 26 starfsmenn hafi verið sendir í sóttkví vegna smitsins.

Þá segir Eva að ekki liggi fyrir hversu lengi leikskólinn verði lokaður. Málið sé unnið í góðu samstarfi við smitrakningateymið og framhaldið í starfsemi leikskólans skýrist á næstu dögum.

Fyrr í dag var greint frá því að leikskólanum Baugi, sem einnig er í Kópavogi, hefði verið lokað vegna smits sem þar kom upp. Þar voru 140 börn og kennarar þeirra send í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×