Segir frumvarp ráðherra um nýsköpunarmál vanhugsað Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 12:06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður um áramótin. Vísir/ Vilhelm Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59
Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15