Fresta atkvæðagreiðslu um lífskjarasamninginn til morguns Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 10:28 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43