Diego Costa: Annar okkar bítur og hinn sparkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 10:30 Luis Suarez kemur inn á fyrir Diego Costa í leiknum á Wanda Metropolitano leikvanginum í gær. Atletico Madrid vann 6-1 sigur á Granada og voru þeir báðir á skotskónum. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Diego Costa grínaðist með samstarf sitt og nýja liðsfélagans Luis Suarez en það er óhætt að segja að sá síðarnefndi hafi byrjað vel með Atletico Madrid um helgina. Costa er ánægður með nýja samherjann sinn og það er erfitt að vera annað eftir að Suarez skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Atletico Madrid.Þþað án þess að vera í byrjunarliðinu. Costa og Suarez spiluðu reyndar ekki hlið við hlið í leiknum því Suarez kom inn á fyrir Costa á 71. mínútu. Costa hafði skorað fyrsta mark Atletico Madrid og staðan var 3-0 þegar Úrúgvæmaðurinn kom inn í leikinn. Suarez var búinn að leggja upp mark fyrir Marcos Llorente eftir aðeins eina mínútu og skoraði síðan tvö síðustu mörk Atletico Madrid í leiknum. 'It's really good, one of us bites and the other kicks' Atletico Madrid are going to be so much fun this season Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 28. september 2020 Diego Costa og Luis Suarez hafa oft verið í hlutverki slæmu strákanna í gegnum tíðina enda hefur skapið oft komið þeim í vandræði. Það efast enginn um hæfileikana en keppnisskapið hefur oft fengið þá til að ganga alltof langt. Costa grínaðist aðeins með þá staðreynd þegar hann var spurður út í nýja samstarfið með Suarez. Svarið hefði komið mikið á óvart ef að það hefði komið frá einhverjum öðrum. „Samstarfið gengur mjög vel. Annar okkar bítur og hinn sparkar,“ svaraði Costa í léttum tón. Þessi húmor hans féll vel í kramið hjá netverjum og líklegast rétta leið til að létta á umræðunni um vandræðalegustu atvikin á ferli þeirra beggja. Þeir fengu ekki að spila hlið við hlið í fyrsta leik en sóknarlína Atletico Madrid verður mjög athyglisverð spili þeir saman inn á vellinum. Diego Costa on playing with Luis Suarez pic.twitter.com/gEfS3SrjNH— Goal (@goal) September 27, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Diego Costa grínaðist með samstarf sitt og nýja liðsfélagans Luis Suarez en það er óhætt að segja að sá síðarnefndi hafi byrjað vel með Atletico Madrid um helgina. Costa er ánægður með nýja samherjann sinn og það er erfitt að vera annað eftir að Suarez skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Atletico Madrid.Þþað án þess að vera í byrjunarliðinu. Costa og Suarez spiluðu reyndar ekki hlið við hlið í leiknum því Suarez kom inn á fyrir Costa á 71. mínútu. Costa hafði skorað fyrsta mark Atletico Madrid og staðan var 3-0 þegar Úrúgvæmaðurinn kom inn í leikinn. Suarez var búinn að leggja upp mark fyrir Marcos Llorente eftir aðeins eina mínútu og skoraði síðan tvö síðustu mörk Atletico Madrid í leiknum. 'It's really good, one of us bites and the other kicks' Atletico Madrid are going to be so much fun this season Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 28. september 2020 Diego Costa og Luis Suarez hafa oft verið í hlutverki slæmu strákanna í gegnum tíðina enda hefur skapið oft komið þeim í vandræði. Það efast enginn um hæfileikana en keppnisskapið hefur oft fengið þá til að ganga alltof langt. Costa grínaðist aðeins með þá staðreynd þegar hann var spurður út í nýja samstarfið með Suarez. Svarið hefði komið mikið á óvart ef að það hefði komið frá einhverjum öðrum. „Samstarfið gengur mjög vel. Annar okkar bítur og hinn sparkar,“ svaraði Costa í léttum tón. Þessi húmor hans féll vel í kramið hjá netverjum og líklegast rétta leið til að létta á umræðunni um vandræðalegustu atvikin á ferli þeirra beggja. Þeir fengu ekki að spila hlið við hlið í fyrsta leik en sóknarlína Atletico Madrid verður mjög athyglisverð spili þeir saman inn á vellinum. Diego Costa on playing with Luis Suarez pic.twitter.com/gEfS3SrjNH— Goal (@goal) September 27, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira