Innlent

Mál­verki til minningar látinnar konu stolið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Málverkið Wonderwoman sem er til minningar Kristínar Óskarsdóttur sem lést í fyrra.
Málverkið Wonderwoman sem er til minningar Kristínar Óskarsdóttur sem lést í fyrra. Facebook

Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur,  sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið.

„Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu.

Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...

Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020

Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu.

„Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“

Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter.

„Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×