Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 19:30 Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Þar var lögð fram ályktun undir yfirskriftinni "Neyðaraðgerðir strax". Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“ Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent