Innlent

Flokksráð Miðflokksins fundar

Kjartan Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpar flokksráðsfundinn við upphaf hans.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpar flokksráðsfundinn við upphaf hans. Vísir/Vilhelm

Fundur flokksráðs Miðflokksins hefst með ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns, flokksins, klukkan 13:00 í dag. Á meðal efni fundarins er tillaga um boðun aukalandsþings.

Hægt verður að fylgjast með ræðu Sigmundar Davíð í beinni útsendingu hér á vísi. Hún hefst um klukkan 13:10. Fundurinn er rafrænn að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram í gegnum fjarfundarkerfið Zoom.

Auk tillögunnar um aukalandsþing stendur til að kynna stjórnmálaályktun ráðsins og vinnu laganefndar flokksins. Þá segir í dagskrá fundarins að leynigestur láti sjá sig síðar í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.